Frétt
COVID-19: Er hætta á því að matvæli geti borið smit?
Matvælastofnun berast ýmsar fyrirspurnir varðandi COVID-19 veiruna og matvæli. Hér að neðan er listi yfir helstu spurningar og svör við þeim. Stofnunin bendir jafnframt á almennar upplýsingar um veiruna á vef landlæknis. Fylgst er með þekkingarþróun á þessu sviði og verða upplýsingar hér uppfærðar eins og við á.
Er hætta á því að matvæli geti borið smit?
Ekki hefur verið staðfest að smit hafi borist með matvælum. COVID-19 er ekki matarborinn sjúkdómur. Þeir sem eru í sóttkví og með einkenni ættu þó ekki að útbúa mat fyrir aðra.
Getur veiran borist með ferskum ávöxtum og grænmeti?
Veiran nær ekki að fjölga sér í ávöxtum og grænmeti, né öðrum matvælum. Hins vegar gæti hún setið á yfirborði eftir úðasmit (hnerra eða hósta frá sýktum einstaklingi) en ekki er vitað hversu lengi. Mjög ólíklegt er þó að hún nái að berast milli landa með ávöxtum og grænmeti. Matvælastofnun hvetur neytendur, nú sem áður, til að skola vel ávexti og grænmeti fyrir neyslu.
Getur veiran borist með umbúðum matvæla?
Það er mjög ólíklegt að menn smitist af COVID-19 við snertingu matvælaumbúða. Handþvottur eftir verslunarferð er góð venja.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni