Keppni
Víkingur keppir í Finnlandi með drykkinn Pangea
Á morgun keppir Víkingur Thorsteinsson, sigurvegari Bacardi Legacy á Íslandi, í kokteilakeppni í Finnlandi. Víkingur þarf að vinna sér inn keppnisrétt í lokakeppni Bacardi Legacy sem haldin er í Miami í maí n.k.
Sjá einnig: Víkingur sigraði í Bacardi Legacy Íslands – Myndir
Veitingageirinn og fleiri hafa tekið eftir því að Víkingur verið duglegur að kynna drykkinn sinn „Pangea“ á staðnum sínum Jungle Cocktail Bar og tekið ófáar gestavaktirnar bæði í Reykjavík og Akureyri á síðustu 4 mánuðum.
Drykkurinn hefur ratað á fjölda drykkjarseðla út um allt land við góðar móttökur. Víkingur er mjög þakklátur öllum þeim stuðning sem barþjónar og veitingamenn um land allt hafa sýnt honum og er Víkingur stoltur af vera partur af þessu barþjónasamfélagi sem er á Íslandi í dag.
Víkingur hefur verið duglegur að sýna frá ferðalagi sínu á instagramsíðu sinni @Pangealegacy og mun hann að sjálfsögðu sýna frá keppninni í Helsinki. Mælum við með því að adda honum.
Fyrir þá sem hafa ekki smakkað drykkinn þá mælum við með að prófa við tækifæri, annaðhvort á einhverjum af vel völdum stöðum bæjarins eða hrista heima í góðri stemmingu.
Uppskriftin á Pangea er eftirfarandi:
Hráefni
4 cl Bacardi Carta blanca
3 cl Sykur sýrop
0.7 cl Mango líkjör
1.5 cl Lime safi
5 Basil lauf mulin
Aðferð
Hrist saman í klaka og fyllt upp G.H. Mumms kampavín. Framreitt í freyðivínsglasi og skreytt með basil laufi.
Fyrir þá sem vilja styðja Víking í þessari keppni og hjálpa honum að kynna drykkinn sinn er hægt að fá kynningarefni hjá Mekka Wines & Spirits.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi