Markaðurinn
KEA skyr hrærir upp í hlutunum með nýrri bragðtegund
Skyræði Íslendinga ætlar engan endi að taka og þar sem við erum með eindæmum nýjungagjörn höfum við sérstaklega gaman af því að setja nýjar bragðtegundir á markað.
KEA skyr býður nú upp á þriðju bragðtegundina af tveggja laga skyri þar sem hreint og silkimjúkt skyrið liggur ofan á bragðgóðum ávöxtum í botni dósarinnar.
Nýja skyrið er með skógarberjum í botni og óhætt að segja að það sé fullkomið fyrir þá sem vilja hræra aðeins upp í hlutunum og prófa eitthvað nýtt. Viðbættum sykri er sem fyrr haldið í lágmarki en í hverjum 100 g eru einungis 4 g viðbættur sykur.
Þá er nýja skyrið jafnframt laktósalaust eins og annað KEA skyr. Miðað við vinsældir tveggja laga KEA skyrs með mangó í botni og jarðarberjum í botni vonum við að landsmenn muni taka þessari viðbót fagnandi og drífi sig út í búð til að smakka.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






