Frétt
Mjólk í vegan NO MOO súkkulaðibúðingi
Matvælastofnun vekur athygli neytenda með mjólkuróþol og vegan neytenda á NO MOO súkkulaðibúðingi sem seldur er í verslunum Iceland. Búðingurinn getur innihaldið snefilmagn af mjólk án þess að það komi fram á umbúðum.
Allar framleiðslulotur eru innkallaðar af Iceland búðunum með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF.
Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar:
- Vöruheiti: NO MOO Chocolate puddings
- Innflytjandi: Samkaup
- Best fyrir dagsetningar: Allar Best fyrir dagsetningar eru innkallaðar
- Framleiðsluland: Frakkland
- Dreifing: Verslanir Iceland Arnarbakka, Engihjalla, Glæsibæ, Hafnarfirði og Vesturbergi
Neytendum sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í næstu Iceland verslun gegn endurgreiðslu.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér