Vertu memm

Frétt

Má hafa jólasteikina með til útlanda?

Birting:

þann

Jólapakki

Íslendingar sem eru á faraldsfæti yfir hátíðirnar hyggjast margir hafa meðferðis kjöt fyrir vini og vandamenn erlendis. Mikilvægt er að kynna sér vel reglur um slíkan flutning á dýraafurðum á milli landa.

Óleyfileg matvæli eru tekin af ferðamönnum við tollskoðun og slíkt getur varðað sektum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnuninni.

Evrópska efnahagssvæðið

Heimilt er að hafa meðferðis í farangri allt að 10 kg af kjöti (dýraafurðum) frá Íslandi til landa innan Evrópska efnahagssvæðisins til einkaneyslu. Upprunamerking kemur fram á pakkningum og ekki er þörf á sérstöku vottorði.

Bandaríkin

Heimilt er að hafa meðferðis í farangri allt að 22,6 kg (50 pund) af lambakjöti frá Íslandi til Bandaríkjanna til einkaneyslu. Upprunamerking kemur fram á pakkningum og ekki er þörf á sérstöku vottorði.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið