Frétt
Má hafa jólasteikina með til útlanda?
Íslendingar sem eru á faraldsfæti yfir hátíðirnar hyggjast margir hafa meðferðis kjöt fyrir vini og vandamenn erlendis. Mikilvægt er að kynna sér vel reglur um slíkan flutning á dýraafurðum á milli landa.
Óleyfileg matvæli eru tekin af ferðamönnum við tollskoðun og slíkt getur varðað sektum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnuninni.
Evrópska efnahagssvæðið
Heimilt er að hafa meðferðis í farangri allt að 10 kg af kjöti (dýraafurðum) frá Íslandi til landa innan Evrópska efnahagssvæðisins til einkaneyslu. Upprunamerking kemur fram á pakkningum og ekki er þörf á sérstöku vottorði.
Bandaríkin
Heimilt er að hafa meðferðis í farangri allt að 22,6 kg (50 pund) af lambakjöti frá Íslandi til Bandaríkjanna til einkaneyslu. Upprunamerking kemur fram á pakkningum og ekki er þörf á sérstöku vottorði.
Mynd: úr safni

-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata