Markaðurinn
Smákökusamkeppni KORNAX 2019
Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jólanna síðastliðin ár. Þá keppa áhugabakarar um bestu jólasmákökuna sem inniheldur bæði KORNAX hveiti og vöru/vörur frá Nóa Síríusi og hljóta vinningshafarnir glæsileg verðlaun.
Kökunum skal skilað fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 12. nóvember á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3.
Keppnistilhögun:
Allar kökurnar verða að innihalda Kornax hveiti og vöru frá Nóa og Síríus. Dæmt verður eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin. Miða skal við að kökurnar séu ekki stærri en 5 cm í þvermál
Senda skal um það bil 15 smákökur merktar með dulnefni. Rétt nafn, símanúmer og uppskrift skal látin fylgja með i lokuðu umslagi merktu sama dulnefni.
Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.
1. Verðlaun
- – KitchenAid hrærivél frá Raflandi
- – Gisting í 2ja manna herbergi ásamt þriggja rétta kvöldverði að hætti hússins og morgunverði á Hótel Selfoss
- – Gjafabréf að upphæð kr. 40.000 frá Nettó
- – Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Matarkjallaranum
- – Glæsileg gjafakarfa frá Nói og Síríus
- – Glaðningur fyrir tvo frá Óskaskrín
- – Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- – Kornax hveiti í baksturinn
2. verðlaun
- – Gjafabréf að upphæð kr. 30.000 frá Nettó
- – Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Matarkjallaranum
- – Glæsileg gjafakarfa frá Nói og Síríus
- – Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- – Kornax hveiti í baksturinn
3. Verðlaun
- – Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 frá Nettó
- – Glæsileg gjafakarfa frá Nói og Síríus
- – Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- – Kornax hveiti í baksturinn
Dómarar :
- – Albert Eiríksson matarbloggari og lífsnautnaséntilmaður
- – Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Nói Siríus
- – Sylvía Haukdal kökugerðarmeistari
- – Carola Ida Köhler fulltrúi KORNAX
Fyrirspurnir varðandi keppnina er hægt að senda á [email protected] og við aðstoðum með glöðu geði.
Mynd: úr safni
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa