Frétt
Garri öflugur bakhjarl matvælabrautar VMA
Heildverslunin Garri hefur undanfarin ár verið einn öflugasti bakhjarl matvælabrautar í Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) með m.a. ríkulegum afslætti af hinum ýmsu rekstrarvörum fyrir kennsluna á matvælabrautinni.
Á dögunum voru Jón Daníel og Sigurjón Bragi frá Garra með námskeið fyrir nemendur í öðrum bekk í matreiðslu á matvælabraut VMA þar sem þeir kynntu notkun á Sosa-vörum í matreiðslu.
Sama kvöld var heit æfing hjá matreiðslunemunum þar sem fulltrúum Garra var boðið að koma og við það tækifæri þakkaði Benedikt Barðason skólameistari Júlíu Skarphéðinsdóttur frá Garra, sem jafnframt er formaður Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi, fyrir stuðninginn við matvælabrautina.
Myndir: vma.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum