Vertu memm

Markaðurinn

Gulróta-, epla- og engifersúpa með kjúklingabaunum

Birting:

þann

Gulrótarsúpa

Gulróta-, epla- og engifersúpa með kjúklingabaunum

Innihald:

1 laukur, skorinn í tvennt

2 hvítlauksrif

4 cm ferskt engifer

50 g smjör

smá turmerik duft eða t.d. chimichurri

4-5 gulrætur

1-2 epli

600 g vatn

1 msk grænmetiskraftur

2 msk tómatpúrra

400 g kjúklingabaunir (1 dós)

Smá ólífuolía

Smá salt og pipar

200 g rjómi

Sjá einnig: Magnaðir notkunarmöguleikar Thermomix

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200°C.

2. Setjið lauk, hvítlauk og engifer í blöndunarskálina og saxið 3 sek/hraði 7.

3. Setjið smjörið út í og steikið 3 mín/Varoma/hraði 1.

4. Bætið við turmerik dufti/kryddi og gulrótunum og saxið 5 sek/hraði 5. Skafið niður hliðar skálarinnar og steikið 5 mín/Varoma/hraði 1.

5. Bætið eplinu (eitt stórt eða tvö lítið) út í og saxið 5 sek/hraði 5. Skafið niður hliðar skálarinnar.

6. Bætið við vatni, grænmetiskrafti, tómatpúrru og eldið 25 mín/100°C/hraði 1.

7. Sigtið kjúklingabaunirnar og skolið þær. Setjið þær á bökunarplötu klædda bökunarpappír, veltið upp úr ólífuolíunni og kryddið með salt og pipar. Bakið í 20 mín (200°C).

8. Bætið við rjóma í súpuna og blandið 1 mín/hraði 4-8, aukið hraðann rólega.

9. Setjið í súpuskálar (6-8) og skiptið kjúklingabaununum jafnt í skálarnar áður en súpan er borin fram.

Thermomix uppskrift.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið