Markaðurinn
Sögufrægt brugghús tekur þátt í stórafmæli bjórsins á Íslandi – Bjóða upp á afmælisverð, allt að 39% ódýrari
Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að bjór var leyfður á Íslandi þá er tilvalið að rifja aðeins upp einn frægasta bjór í heimi sem hefur verið bruggaður í rúm 650 ár.
Það er bjórinn Stella Artois en hann er mest seldi belgíski bjór í heimi og er hægt að rekja sögu brugghússins aftur til ársins 1366 eða rúm 650 ár. Stella Artois hefur jafnframt verið einn vinsælasti flöskubjór á Íslandi um árabil.
„Það er auðvitað sannur heiður að svona stórt og sögufrægt brugghús vilji taka þátt í að fagna með okkur Íslendingum á þessu stórafmæli bjórs á Íslandi. Við gætum aldrei boðið þetta verð nema með sérstakri aðkomu Brugghúss Stella Artois og auðvitað bara tímabundið.“
segir Halldór Ægir Halldórsson starfsmaður Vínness sem flytur inn Stella Artois.
„Bæði við og brugghús Stella Artois erum í skýjunum yfir þeim frábæru viðtökum sem Stella Artois hefur fengið á Íslandi undanfarin ár. Þó að Ísland sé lítill markaður þá er samt tekið eftir því hversu sterkt vörumerkið er hérlendis, en Ísland er einn af sterkustu mörkuðum Stella Artois í heiminum. Þess vegna settum við okkur í samband við brugghúsið og stilltum upp tímabundinni verðlækkun sem þeir voru glaðir að taka þátt í. Það er bara með þessu samstarfi við brugghúsið sem gefur okkur færi á að að bjóða Stella Artois á þessu einstaka afmælisverði,“
segir Halldór.
Afmælisverðin eru í gildi allan marsmánuð sem hér segir: Stella Artois í 330ml flöskum lækkar um 140 kr. (39%), 330ml Stella Artois í dós lækkar um 80 kr. (24%) og 440ml dósin lækkar um 100 kr. (25%).
Mynd: ab-inbev.be
-
Veitingarýni3 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólatilboð á Segers vörum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matvís jólaballið verður 8. desember