Vín, drykkir og keppni
Andri Davíð Pétursson á meðal þeirra bestu í heimi
Það var fyrir 15 árum síðan að Andri Davíð Pétursson framreiðslumeistari byrjaði að vinna í veitingabransanum þá sem uppvaskari á veitingastað í Tønsberg í Noregi þar sem hann ólst upp.
Snemma fór Andri að hafa mikinn áhuga á barþjónustu, á kokteilum, drykkjum og samsetningu þeirra sem og hvernig bragð eru tengd saman í drykkjum.
„Ég fór að lesa mig til um hráefni og smátt og smátt áttaði ég mig á því hvað eru til mikið af mismunandi hráefni og því meira sem maður les sig til, því meira áttar maður sig á því hvað maður veit í raun og veru lítið um hráefni heimsins.“
Sagði Andri.
Nýlega kom út bók eftir meistarann Paul Martin sem ber nafnið 101 Award Winning Cocktails from the Best Bartenders in the World og er þar að finna uppskriftir eins og titillinn gefur til kynna eftir marga af bestu barþjónum heims. Menn á borð við Gaz Reagan og Dale Degroff en sá síðarnefndi gerði Cosmopolitan kokteilinn frægan á sínum tíma í New York.
Í bókinni er uppskrift frá Andra af Rabarbara Margarítu sem byggir að mörgu leyti á minningum úr æsku Andra sem og sögum og hugtökum.
Uppskrift:
40 ml Don Julio Blanco Tequila
10 ml Rabarbara líkjör
10 ml Agave sýróp
20 ml ferskur Rabarbarasafi
„Ég er ótrúlega stoltur að vera á meðal þessara frábæru barþjóna sem er að finna í þessari bók.“
Sagði Andri að lokum.
Fylgist með Andra á samfélagsmiðlunum,
en þar má finna skemmtilegan fróðleik og áhugavert efni sem tengist drykki og kokteila hjá Andra.
Fleiri fréttir af Andra hér.
Myndir: facebook / The Viceman

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars