Bocuse d´Or
Bocuse d’Or: „Risaeðlu“ kvöldverðurinn tekinn með pomp og prakt
Íslenska Bocuse d’Or liðið er í góðum gír í Lyon fyrir komandi keppni.
Seinasti dagur fór í að klára uppstillinguna á eldhúsinu fyrir keppnina og að byrja að vigta hráefnið.
Fljótlega upp úr hádegi skellti teymið sér svo inní borgina á alræmda les Halles de Lyon Paul Bocuse sem er fyrsti innandyra matarmarkaðurinn í Lyon með 48 stöðum innan í höllinni, allt frá kjöt og fiskbúðum, bakaríum, ostabúðum og fjöldan allan af fjölbreyttum veitingastöðum.
Eftir ferðina miðsvæðis héldu þeir aftur heim á hótelið að undirbúa. Um kvöldið var svo hinn árlegi “Risaeðlu” kvöldverður sem Hinrik Örn, Viktor Örn og Jói “Hnefi” matreiddu af einstakri fagmennsku.
Eftir pakkaða máltíð af nauti, kóngasveppum og Foie gras var skellt sér í gufubaðið á hótelinu og slakað á fyrir næsta dag.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Höfundur:
Sérlegur fréttaritari veitingageirans á Bocuse d´Or, Ari Jónsson.

Ari Jónsson

-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag