Frétt
Ómerktar möndlur og hnetur í sítrónufromage
Matvælastofnun varar við neyslu á Blomsterbergs sítrónufromage fyrir þá sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir möndlum eða hnetum, þ.m.t. herslihnetum. Upplýsingar um innköllunina bárust í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður. Krónan hefur innkallað vöruna úr öllum verslunum sínum, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar:
- Vörumerki: Blomsterbergs
- Vöruheiti: Blomsterbergs citronfromage, 116 g
- Strikanúmer: 5420047405739
- Nettómagn: 116 g
- Lotunúmer: Öll lotunúmer
- Best fyrir: Allar dagsetningar
- Framleiðandi: Food N Joy SA
- Framleiðsluland: Belgía
- Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hnetum eða möndlum og afurðum úr þeim eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Kokkalandsliðið16 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






