Vertu memm

Frétt

Veitingastaður með íslenska lambið í öndvegi er einn heitasti Vegan staðurinn á Íslandi

Birting:

þann

Lamb Street Food

Lamb Street Food

Það vekur athygli að sjá veitingastað þar sem íslenskt lamb er í aðalhlutverki á lista yfir Vegan veitingastaði sem vert er að heimsækja.

VegNews mælir með að Vegan áhugafólk heimsæki veitingastaðinn Lamb Street Food á Granda. Í grein VegNews er einnig mælt með Friðheima, Gló, Nostra, Kaffi Vinyl, Egill Jacobsen og Slippnum í Vestmannaeyjum.

Lamb Street Food

Lamb Street Food

Veitingastaðurinn Lamb Street Food opnaði s.l. vor og á stuttum tíma hefur staðurinn getið sér gott orð hérlendis sem erlendis og er t.a.m. með fullt hús stiga á TripAdvisor.

VegNews mælir með falafel réttinum hjá Lamb Street Food, sem er heimalagað ásamt flatbrauðinu þeirra. Sósan með falafel er einstaklega góð en hún inniheldur meðal annars apríkósum, kóríander, túrmerik og kókosmjólk.

Það er Rita Didriksen sem er eigandi Lamb Street Food.

Lamb Street Food

Lamb Street Food matseðill

Tímaritið VegNews flytur fréttir um allt sem tengist Vegan menningunni. Tímaritið er selt út um allan heim og um 2.5 milljón manns heimsækja vefinn á hverjum mánuði sem birtir fréttir, uppskriftir, viðtöl og margt fleira.

Myndir: facebook / Lamb Street Food

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið