Markaðurinn
Ísey skyr fær verðlaun sem ein besta mjólkurvaran
Í Herning, Danmörku safnaðist saman á dögunum fólk úr matvælaiðnaðinum víða að úr heiminum og keppti með vörur sínar á International Food Contest. Hlaut Ísey skyr aðalverðlaunin í skyrflokki í ár.
Skyrið, sem er með lagi af ferskju í botninum, er þróað af vöruþróunarteymi Mjólkursamsölunnar og framleitt fyrir MS á Finnlandsmarkað af danska fyrirtækinu Thise, Mejeriet Dybbækdal.
Skyrið er með séríslenskum skyrkúltúrum.
Sagði dómnefndin að skyrið hefði „Just hit the spot.“ (Judge Notes : Great texture. Balance between fruit and acid in the shells. Just hit the spot).
Mjólkursamsalan fékk einnig heiðursverðlaun fyrir súkkulaðimjólk í flokki mjólkur og kakódrykkja auk fjórtán annara verðlauna fyrir góðar mjólkurvörur.
Heildarlisti yfir verðlaun Mjólkursamsölunnar á matvælasýningunni er þessi:
Heiðursverðlaun í flokki mjólkur og kakódrykkja – Súkkulaðimjólk 500ml frá Mjólkursamsölunni
Gull- Ísey Skyr Vanilla 170 gr
Gull- Ísey Skyr bökuð epli 170 gr
Silfur- Ísey skyr Naturel 1000 gr
Silfur- Ísey Skyr creme brulee 500 gr
Silfur- Ísey próteindr. suðrænir ávextir 300 ml
Silfur- Grísk jógúrt Naturel 1000 gr
Silfur- Óska Jógúrt með melónukokteil 180 gr
Silfur- Óska Jógúrt með kaffibragði 180 gr
Silfur- LGG jarðaberja 65 ml
Silfur- Hleðsla Íþróttadrykkur súkkulaðibragð 330 ml
Brons- Laktósa frí mjólk 1,5% fita 1000 ml
Brons- Laktósa frí Súrmjólk 1000 ml
Brons- Ísey Skyr bláber 170 gr
Brons- Drykkjarjógúrt með Jarðaberjum 300 ml
Hægt er að lesa nánar um verðlaunin hérna: www.foodcontest.dk
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Nýtt á matseðli1 dagur síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti