Frétt
Kjötsúpudagurinn tileinkaður minningu Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara
Kjötsúpudagurinn er haldinn hátíðlegur á Skólavörðustíg í dag laugardaginn 27. október, fyrsta vetrardag.
Eins og venjulega verður boðið upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu á Skólavörðustígnum. Þetta er 16. árið í röð sem vetri er fagnað á þennan hátt. Það eru sauðfjárbændur, Íslenskt grænmeti og rekstraraðilar og íbúar á Skólavörðustígnum sem bjóða gestum og gangandi að bragða á ilmandi, heitri og bragðgóðri súpu.
Alls munu 1500 lítrar af súpu vera á boðstólum en það er rík hefð fyrir því að hún klárist.

Bjarni Viðar Þorsteinsson yfirkokkur á Sjávargrillinu og Gústav Axel Gunnlaugsson eigandi á Kjötsúpudeginum í fyrra
Alls verður boðið upp á kjötsúpu á sjö stöðum á Skólavörðustígnum og það eru margir af fremstu matreiðslumönnum landsins sem gefa vinnu sína á þessum degi auk þess sem ætla sauðfjárbændur að taka þátt í því að útdeila súpunni. Klukkan. 14 verður byrjað að gefa súpu á sjö stöðum.
Staðsetning súpustöðva.
Kol – Skólavörðustíg 45
Kolabrautin – Skólavörðustíg 28
Krua Thai Skólavörðustíg 21a
Snafs – Skólavörðustíg 20
Sjávargrillið – Skólavörðustíg 14
Þrír Frakkar – Skólavörðustíg 9
Ostabúðin – Skólavörðustíg 5
Dagskráin hefst kl. 14.00 og stendur fram til kl. 16. eða á meðan birgðir endast. Einstakt andrúmsloft hefur myndast á Skólavörðustígnum í hvert sinn sem vetri er fagnað með krassandi kjötsúpu. Fjöldi skemmtiatriða verður í boði um alla götuna. Sjón er sögu ríkari.
Þessi Kjötsúpudagur er tileinkaður minningu Úlfars Eysteinssonar matreiðslumanns. En Úlfar og hans fólk á Þremur frökkum hafa tekið þátt frá upphafi eða í 16 ár.
Myndir: facebook / Skólavörðustígur

-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards