Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veitingastaðurinn Harbour House verður opinn í fyrsta sinn yfir veturinn
Yfir veturinn hefur veitingastaðurinn Harbour House á Siglufirði verið lokaður. Í byrjun sumars tók Sigmar Bech framreiðslumaður við rekstrinum á veitingahúsinu og hefur gert marga góða hluti á staðnum og stefnan var að vera með reksturinn í sumar.
Rekstur Harbour House gekk vonum fram í sumar og nú ætlar Sigmar að halda rekstri áfram í vetur og verður opnunartími frá fimmtudegi til sunnudags til að byrja með.
„Ég mun hafa bruncinn áfram á laugardögum frá 12-14 og sunnudögum frá 9-13 í vetur! Einnig verður lambalærið á sínum stað frá 18-21 á sunnudögum.“
Segir Sigmar í tilkynningunni og vonar svo sannarlega að bæjarbúar og aðrir haldi áfram að njóta þess sem Harbour House hefur upp á að bjóða.
Samhliða rekstrinum stundar Sigmar meistaranám í Hótel- og matvælaskólanum.
Myndir: facebook / Harbour House Café
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla