Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kore býður upp á PopUp í fyrsta sinn

Birting:

þann

Atli Snær - Kore

Atli Snær

Veitingastaðurinn Kore í Mathöllinni Granda býður uppá PopUp í fyrsta sinn og verður það haldið á Prikinu við Bankastræti 12. Tekinn er Prik snúningur á skemmtilegri matseld, morgunmatur inni og vegan, en eldhús á Prikinu og gamli seðillinn þeirra fer í frí á meðan PopUp viðburðurinn stendur yfir.

Það verður Soft opening & teiti á fimmtudaginn næstkomandi milli klukkan 19 og 21.  Síðan er almenn opnun á föstudaginn og verður næstu misseri.

PopUp matseðillinn verður nokkuð lifandi og og verður boðið upp á nokkra rétti, til dæmis tacos Korean fried Chiken Wings, Fried Tiger Balls, Filth fries, Korean fried cauliflower.  Til gamans getið þá verður nýr réttur á boðstólnum á Kore í nóvember, þ.e. Bibimbap og Haejang-guk sem er sterksúpa sem gengur líka undir nafninu Kóreska þynnkusúpan.

„Við erum að vinna mikið með Kóreskbragð og hráefni.  Við erum að gera mikið af Kimchi og flytjum chilliduft inn sjálfir fyrir það.  Þá notum við til dæmis töluvert af gochujang sem er gerjað chilli paste sem við notum í marga rétti.  Á seðlinum er bæði hefðbundnir Kóreskirréttir og með smá LA twisti.  Við erum til dæmis með „koresk taco“ sem hafa verið gríðarlega vinsæl, þá notum við meðal annars kimchi, bulgogi og gochujang sósu.

Hægt er að fá 4 tegundir af tacos.  Korean fried Chicken rétturinn okkar hefur verið gríðarlega vinsæll og lengi vel náðum við vart að anna eftirspurn svo mikið var magnið.“

Sagði Atli Snær matreiðslumaður og eigandi Kore í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um Kore matseðilinn.

Atli Snær útskrifast frá Dill í maí s.l. og var fyrsti matreðsluneminn sem útskrifaðist frá Dill.  Á meðan samningstímanum á Dill, þá starfaði Atli einnig sem stagé á Faviken í Svíþjóð og á Agern hjá Gunnari í New York.

Atli hefur starfað meðal annars á Kex Hostel, Bláa lóninu, Einsa Kalda og á Michelin staðnum Dill.  Starfaði síðan með Kokkalandliðinu undanfarið ár sem aðstoðarmaður en þurfti frá að hverfa vegna anna við Kore.

Fylgist með á facebook síðu Kore hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið