Frétt
Útskrifuðust úr háskóla og fóru að baka og selja saltkringlur

Fyrsta Philly Pretzel verksmiðjan opnaði dyr sínar í Mayfair, Fíladelfíu árið 1998 og fagnar tuttugasta starfsári sínu í ár. Eigendur eru vinirnir Daniel DiZio og Len Lehman.
Dan sýndi snemma gott viðskiptavit með því að selja pretzels (saltkringlur), þá aðeins 11 ára á fjölförnum vegamótum í Fíladelfíu. Á stuttum tíma var hann búinn að ráða fleiri börn í vinnu víðsvegar um hverfið.
Eftir að Daniel og Len útskrifuðust frá háskóla árið 1998, þá tilkynntu þeir vinum og vandamönnum að stefnan væri að opna Pretzel búð.
Ekki voru allir á sama máli um ágæti þess að hætta í háskóla og fara í að baka og selja saltkringlur, en fáir efast í dag. Philly Pretzel er fáanleg í 12 ríkjum í bandaríkjunum.
Saltkringlurnar eru upprunalega frá Þýskalandi og eru harðar, en Philly Pretzel eru mjúkar og það þykir viðskiptavinum einstaklega gott.
Með fylgir myndband þar sem Daniel og Len segja frá sögu Philly Pretzel:
Heimasíða: www.phillypretzelfactory.com
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





