Frétt
Íbúar kærðu nánast allt vegna veitingastaðar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað tveimur kærum íbúa við Frakkastíg vegna veitingastaðarins Roks sem stendur við Frakkastíg 26A. Önnur kæran beindist að allri stjórnsýslu borgarinnar, meðal annars deiliskipulagi, en hin að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita veitingastaðnum starfsleyfi.
Í kæru íbúa tveggja húsa við Frakkastíg sem ruv.is fjallar nánar um hér, kemur fram að þess var krafist að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur yrði felld úr gildi og að starfsemi veitingahússins fylgi gríðarlegt ónæði sem skert hafi lífsgæði þeirra verulega.
Þá sögðu íbúarnir að hljóð- og lyktarmengun frá veitingastaðnum væri óviðunandi. Mikill hávaði væri frá loftblásara og ónæði vegna gesta á svölum og í garði veitingahússins.
Myndir: facebook / ROK restaurant
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni