Frétt
Varað við neyslu á kræklingi úr Hvalfirði
Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði í sumar vegna eiturþörunga í firðinum og greiningar DSP þörungaeiturs yfir viðmiðunarmörkum í kræklingi.
Fulltrúar Matvælastofnunar söfnuðu kræklingi 11 júní sl. við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi sé óhætt að tína krækling í Hvalfirði. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP þörungaeitur er enn yfir viðmiðunarmörkum í kræklingi þó magnið hafi lækkað nokkuð frá síðustu mælingum.
DSP greindist yfir mörkum í sýnum sem tekin voru í byrjun apríl og í maí. Vöktun á eiturþörungum sýnir að Dynophysis þörungurinn sem veldur DSP eitrun er einnig yfir viðmiðunarmörkum og því má búast við DSP eitur verði viðvarandi í kræklingi í sumar.
DSP þörungaeitur í kræklingi getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum.
Neytendur hafa ekki ástæðu til að varast krækling (bláskel) sem ræktaður er hérlendis og er á markaði í verslunum og veitingahúsum. Innlend framleiðsla á kræklingi er undir eftirliti Matvælastofnunar. Reglulega eru tekin sýni af skelkjöti og sjó til að fylgjast með magni eitraðra þörunga í sjó og hvort skelkjötið innihaldi þörungaeitur.
Niðurstöður vöktunnar á eiturþörungum í sjó og þörungaeitri í skel á öðrum landssvæðum má nálgast hér.
Mynd: mast.is
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir14 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






