Vertu memm

Frétt

Útþynnt ólífuolía, úldið kjöt og aukaefni í fiski

Birting:

þann

Parmaskinka

Parmaskinka er herramannsmatur

Undanfarna mánuði hefur komið í ljós að þúsundir tonna af skemmdum matvælum og matvælum með röngum uppruna­­merkingum er að finna í verslunum í Evrópu og víðar um heim.

Það er Bændablaðið sem greinir frá en þar segir að samstarfshópur Euro­pol og Interpol, sem kallast OPSON VI, vinnur að rannsókn matvælaglæpa.

Frá því í desember á síðasta ári hefur OPSON VI rannsakað mál í 67 löndum og lagt hönd á 9,8 þúsund tonn, 26,4 milljón lítra og 13 milljón eintök af matvörum og drykkjarföngum í verslunum, á mörkuðum, á flugvöllum, á veitingahúsum og hjá framleiðendum sem ekki standast lágmarkskröfur um gæði eða merkingar.

Dæmi um rangar merkingar er parmaskinka sem seld á veitinga­húsum í Danmörku sem ítölsk en er framleidd í Danmörku og buffalóaostur sem framleiddur er úr kúamjólk, þetta og nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Bændablaðsins hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið