Frétt
Málmþráður fannst í hummus
Matvælastofnun varar við neyslu á Vegan Hummus frá Í einum grænum með Best fyrir dagsetningu 04.03.2018 vegna hættu á að málmþráður finnist í vörunni.
Málmþráður hefur fundist í einni dós. Stofnunin hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að fyrirtækið hafi innkallað vöruna af markaði.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vöruheiti: Hummus
- Vörunúmer: 6700 / 6710
- Strikanúmer: 5690821067006 / 5690821067105
- Nettómagn: 250 g
- Best fyrir: 04.03.2018
- Framleiðandi: Í einum grænum ehf.
- Dreifing: Verslanir um land allt
Í tilkynningu segir að þeir einstaklingar sem hafa keypt Hummus með framangreindum merkingum, geta skilað því til höfuðstöðva fyrirtækisins að Brúarvogi 2, 104 Reykjavík eða í næstu verslun og fengið nýja vöru í staðinn. Allar nánari upplýsingar fást hjá Í einum grænum alla virka daga frá 9 – 16 í síma 565-3940.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir