Sverrir Halldórsson
Dögurður á Metro
Nú nýlega hóf Metro að bjóða upp á dögurð á laugardögum og sunnudögum og fór ég um síðastliðna helgi og prófaði hann.
Boðið er upp á annars vegar breskan og hins vegar stóran og geta menn séð muninn með að fara inn á www.metroborgarinn.is, ég valdi þann breska og kemur hér lýsing á honum.
Á bakkanum er salat, eggjahræra, beikon, kartöflur, kokteilpylsur, bakaðar baunir, ristað brauð, melónur, amerísk pönnukaka og hlynsíróp.
Þetta smakkaðist alveg prýðilega, utan þess að beikonið var ekki girnilegt, á móti þá tókst Metro mönnum að gera alveg frábæra eggjahræru, hlutur sem dögurðurinn á stóru hótelunum virðist ekki megna að gera, heldur bjóða upp á eggjahlaup sem eggjahræru.
Í dessert fékk ég mér Jarðaberjaostaköku og var hún helst til stíf en alveg svakalega bragðgóð.
Metro til hamingju með þennan rétt og að vera fremri stóru hótelunum í að gera hrærð egg.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit