Frétt
Íslenskir kokkar elduðu fyrir matgæðinga í Hollandi
Hollenska dreifingarfyrirtækið Versvishandel Jan van As hélt kynningu á íslenskum sjávar- og eldisafurðum í Amsterdam nýlega. Hópur hollenskra matgæðinga sem samanstendur af kokkum og öðrum áhugamönnum um mat, fengu meðal annars innblástur frá íslenskum kokkum um matreiðslu á íslensku afurðunum.
Um var að ræða samstarf við Iceland Responsible Fisheries (IRF) og Íslandsstofu sem aðstoðaði við undirbúning og ferð íslensku kokkana, auk þess að útvega kynningarefni af ýmsu tagi. Jan van As heldur reglulega kynningar af þessu tagi fyrir hóp matgæðinga undir merkjum „Fish&Inspiration“ og nú var áherslan á þorsk, humar og bleikju frá Íslandi.
Í hópnum eru kokkar frá þekktum veitingastöðum og hótelum í Hollandi sem velja gjarnan íslenskar afurðir fyrir veitingastaði sína. Markmiðið með kynningunni er að efla þekkingu hópsins á íslenskum afurðum, sjálfbærni, vottun og gæðamálum, auk þess að veita innblástur um eldamennsku.
Kynningin fór fram á veitingastaðnum “Amsterdams Proeflokaal” og þar sáu íslensku kokkarnir Einar Björn Árnason og Guðlaugur P. Frímannsson um sýnikennslu. Einar Björn, sem er eigandi og kokkur á Einsa Kalda í Vestmannaeyjum, eldaði íslenskan þorsk og fékk aðstoð frá hinum þekkta hollenska kokki Arjan Speelman, yfirkokki á veitingastaðnum Ciel Bleu (Hotel Okura Amsterdam) sem er með tvær Michelin stjörnur.
Guðlaugur, sem er kokkur á Grillmarkaðnum, eldaði bleikju sem var borin fram með rúgbrauðsmylsnu og silungshrognum. Þar að auki var kynning á íslenskum humri sem hollenskur kokkur eldaði. Eftir sýnikennsluna elduðu íslensku kokkarnir í samstarfi við hollenska starfsbræður sína fjögurra rétta hádegisverð fyrir gestina sem svo voru hæstánægðir með viðburðinn.
Þetta samstarf IRF við hollenska fyrirtækið Jan van As er gott dæmi um hvernig kynna má Ísland og íslenskar afurðir fyrir lykilaðilum á hagkvæman og markvissan hátt.
Myndir: responsiblefisheries.is
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar