Vertu memm

Frétt

Nýr norrænn matur í Norræna húsinu

Birting:

þann

 

Norræna húsið

Norræna húsið

Nú um helgina verður Matur og Málþing í Norræna húsinu á vegum þess og í samstarfi við Slow Food Reykjavík á laugardaginn 9. maí klukkan 14°° – 17°°.  Yfirskriftin er svæðisbundin matarmenning á Íslandi, staða og möguleikar til þróunar í framtíðinni.

Nýstárlegt smáréttahlaðborð verður í boði Norræna hússins, úr íslensku gæða hráefni frá ýmsum landshlutum að hætti Gunnars Karls Gíslasonar á veitingahúsinu Dill.  Nokkrir framleiðendur kynna afurðir sínar, má þar nefna Matarkistu Skagafjarðar, Bíó bú, Hríseyjar kræklingur, heimaafurðir frá Hásli og Leirpottinn, hannaðan af Guðfinnu Mjöll og Brynhildi Pálsdóttur.

Hér eftirfarandi er dagskráin í heild sinni:

Matur og Málþing
Staður: Norræna húsið
Dagsetning: 9. mai 2009
Tími: 14.00-17:00
Fundarstjóri: Þröstur Haraldson, ritstjóri Bændablaðsins.

14:00
Mads Holm og Dominique Pledel Jónsson bjóða gesti velkomna.

14:10-15:00
Umhverfi og aðkoma stjórnvalda

  • Kjartan Hreinsson – MAST,
    Lagalega umhverfið frá sjónarmiði hollustu- og vinnuöryggi.
  • Sjöfn Sigurgísladóttir – Forstjóri Matís
        Staða mála fyrir smáframleiðendur og framtíðarsýn á Íslandi og í nágrannalöndum.

  • Marteinn Njálsson – Beint frá Býli samtaka
    Reynsla bænda og samtökin Beint frá Býli.

15:00
Nýstárlegt smáréttahlaðborð, í boði Norræna hússins.

15:30
Hver er staðan og hverju þarf að breyta?

  • Nanna Rögnvaldardóttir – Matarfrumuður
    Hverjar eru hefðirnar og hvað er eftir af þeim?
  • Þórarinn Jónsson – Bóndi á Hálsi í Kjós
    Get ég fengið kjötið mitt fyrir viðskiptavini mína?
  • Ari Þorsteinsson – Í ríki Vatnajökuls
    Þróun matvæla, Ecomuseum og heilræn nálgun.

Að kvöldi 9. maí í Norræna húsinu:

Veitingastaðurinn Dill býður uppá matseðil undir þemanu, „Matarkista Skagafjarðar“. Gunnar Karl á Dill, er sá kokkur í Reykjavík sem hefur hvað mest unnið með hráefni úr sveitum landsins undir formerkjum Nýr norrænn matur.

Með málþinginu viljum við bæði efla vitund og kynna hvaða tækifæri felast í sölu á matvöru beint frá bónda til neytenda. Ennfremur viljum við hvetja til þess að hægt verði að rekja vörur í verslunum og á veitingahúsum beint til framleiðenda.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið