Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

O’Learys til Íslands | Opnar í Smáralindinni

Birting:

þann

O'Learys opnar í Smáralindinni

O’Learys veitingahúsakeðjan opnar á Íslandi í fyrsta sinn og verður staðsett í Smáralindinni.

Stofnandi O’Learys Jonas Reinholdsson opnaði fyrsta O’Learys veitingastaðinn árið 1988 í Gautaborg í Svíþjóð. Í dag eru yfir 140 staðir víða um heim og um 3 milljónir manna borða ár hvert á O’Learys veitingastöðum og er mest vaxandi veitingahúsakeðja í heimi.

Staðirnir eru staðsettir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína, Noregi, Singapúr, Spáni, Ungverjalandi, Tyrklandi, Víetnam og nú á Íslandi. Fyrirhugað er að opna fleiri nýja O’Learys veitingastaði í Dubai, Noregi og í Rússlandi.

Samkvæmt heimildum veitingageirans þá mun O’Learys opna í Smáralindinni í desember næstkomandi. Rekstraraðili O´Learys verður matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistarinn Elís Árnason en hann er jafnframt eigandi og rekstrarstjóri Adesso í Smáralindinni. Annar hluthafi í O’Learys er Þórhallur Arnórsson.

Inngangur O’Learys verður þar sem afgreiðslan í Smáratívolíinu er staðsett núna. Adesso mun minnka í sniðum og verður lítið kaffihús við hliðina á O’Learys.

O’Learys er heimsþekkt veitingakeðja og sportbar með írsku-amerísku þema þar sem græni liturinn ræður meðal annars ríkjum. O’Learys býður upp á tugi sjónvarpsskjáa þar sem gestum býðst að fylgjast með íþróttaviðburðum frá ýmsum sjónarhornum, þ.e. fótbolta, íshokkí, Formúlu 1, Amerískum fótbolta og körfubolta svo fátt eitt sé nefnt.

O’Learys í Smáralindinni tekur rúmlega 170 manns í sæti og matseðillinn er fjölbreyttur. Má þar nefna forrétti, salöt, grillrétti, svínarif, hamborgara, samlokur, frosna drykki og barnamatseðil.

Framkvæmdir í fullum gangi

Hér er hægt að sjá nokkur myndbrot frá framkvæmdum:

[fbvideo link=“https://www.facebook.com/elis.arnason.3/videos/10212782356101015/“ width=“600″ height=“400″ onlyvideo=“1″]

Með fylgir O’Learys kynningarmyndband:

 

 

Efsta mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið