Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Bjórböðin opna

Birting:

þann

Bjórböðin á Árskógssandi

Það eru þau Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði sem eru eigendur Bjórbaðanna.

Bjórböðin á Árskógssandi voru formlega opnuð nú á dögununum.  Undirbúningur hefur staðið frá því í ágúst árið 2015 en framkvæmdir hafa gengið vel í vetur.

Bjórböðin eru 7 talsins og er tekið á móti allt að 14 manns á klukkutíma.  Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri.  16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum.

Bjórböðin á Árskógssandi

Fjölmargir gestir mættu á opnunardaginn

Bjórböðin á Árskógssandi

Bjóráhugamenn munu eflaust flykkjast norður í land til að prófa bjórböðin.

Bjórböðin á Árskógssandi

Fallegt útisvæði við Bjórböðin með útsýni yfir í Hrísey, Kaldbak og Múlann. Mikið er um kyrrð og ró á þessu svæði.

Bjórböðin á Árskógssandi

Fyrir einstaklingsbað kostar 4.900 krónur. Hjónabað 9.000 krónur og útipottur 2.000 krónur

Í bjórbaði liggur þú í stóru keri, sem fyllt er af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir 25 mínútur er farið úr baðinu og í slökunarherbergi í aðrar 25 mínútur.

Bjórböðin á Árskógssandi

Verið að leggja lokahönd á eldhúsið fyrir opnun. Á matseðlinu eru hamborgararar, samlokur, súpur og salöt svo fátt eitt sé nefnt.

Á veitingastaðnum er tekið við allt að 80 manns í sæti og í boði eru ýmisskonar léttir réttir og bjórtengdum mat.

 

Myndir:  facebook / Bjórböðin

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið