Uncategorized @is
Stóreldhúsið 2017 í Höllinni í haust
Stórsýningin Stóreldhúsið 2017 verður haldin fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. október í Laugardalshöllinni. Sýningin mun stækka því fjölmörg fyrirtæki eru búin að panta bása. Stefnir í stórglæsilega og afar fjölbreytta og ómissandi sýningu fyrir geirann. Öll aðstaða í Laugardalshöllinni er til fyrirmyndar bæði hlóðvist, lýsing, aðkoma og næg bílastæði.
Almenningi verður ekki boðið á Stóreldhúsið 2017 heldur er sýningin eingöngu ætluð starfsfólki og stjórnendum stóreldhúsa. Öll helstu fyrirtæki á stórelhúsamarkaðnum munu kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna. Sannarlega spennandi sýning.
Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00 á fimmtudag og klukkan 17.00 á föstudag. Tekið skal fram að allt er frítt fyrir fagfólk stóreldhúsanna á sýningunni og verður hún ómissandi svo endilega – taka dagana frá.
Með góðri kveðju, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri Stóreldhúsið 2017
Sími: 5877826 – Netfang: [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






