Uncategorized @is
Stóreldhúsið 2017 í Höllinni í haust
Stórsýningin Stóreldhúsið 2017 verður haldin fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. október í Laugardalshöllinni. Sýningin mun stækka því fjölmörg fyrirtæki eru búin að panta bása. Stefnir í stórglæsilega og afar fjölbreytta og ómissandi sýningu fyrir geirann. Öll aðstaða í Laugardalshöllinni er til fyrirmyndar bæði hlóðvist, lýsing, aðkoma og næg bílastæði.
Almenningi verður ekki boðið á Stóreldhúsið 2017 heldur er sýningin eingöngu ætluð starfsfólki og stjórnendum stóreldhúsa. Öll helstu fyrirtæki á stórelhúsamarkaðnum munu kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna. Sannarlega spennandi sýning.
Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00 á fimmtudag og klukkan 17.00 á föstudag. Tekið skal fram að allt er frítt fyrir fagfólk stóreldhúsanna á sýningunni og verður hún ómissandi svo endilega – taka dagana frá.
Með góðri kveðju, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri Stóreldhúsið 2017
Sími: 5877826 – Netfang: [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla