Smári Valtýr Sæbjörnsson
Matarmarkaður Búrsins í Hörpunni helgina 17.-18. mars
Hinn árlegi Matarmarkaður Búrsins verður í Hörpunni helgina 18.-19. mars næstkomandi. Fjölmargir af frambærilegustu smáframleiðendum landsins kynna vörur sínar og þær nýjungar sem eru á markaði eins og súkkulaði úr kakóbaunum frá Tansaníu, ljúffengir lambabitar úr Breiðdal, hráfæði úr Eyjafirði og kartöflusnakk. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem sóst er eftir súru eða sætu, grænmeti eða kjöti, grófu eða fínu.
Í tilkynningu segir að í ár verður íslensku gulrótinni gert hátt undir höfði, Gísli Matthías Auðunsson eigandi veitingastaðarins Slippsins í Vestamannaeyjum mun elda gulrótarsmárétti og gestir fá tækifæri að kynna sér hvílíkt úrvals hráefni hún er.
Laugardaginn 18. mars kl 17:17 mun matgæðingurinn Ólafur Örn Ólafsson þáttastjórnandi “það er kominn matur” í samstarfi við Matarmarkað Búrsins og Ölgerðina stjórna Pub Quiz í Smurstöðinni í Hörpunni og að sjálfsögðu verða spurningar eingöngu um mat og drykk.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards