Markaðurinn
Fastus styður rausnarlega við matvælanám á Íslandi
Fastus og Menntaskólinn í Kópavogi hafa undirritað samkomulag um að Fastus muni sjá Matvælaskóla MK fyrir öllum ofnum í skólann næstu 12 árin þeim algjörlega að kostnaðarlausu. Með þessu móti mun Fastus sjá til þess að Matvælaskólinn fylgi nýjustu straumum og stefnum í matreiðsluheiminum.
Mánudaginn 6. febrúar kl. 13:30 munu Ralf Klein, forstjóri Convotherm í þýskalandi og Einar Hannesson framkvæmdastjóri Fastus afhenda Margréti Friðriksdóttur, skólameistara MK, 19 stykki Convotherm 4 Easy Touch ofna til notkunar, en þeir eru með allra bestu ofnum sem fáanlegir eru. Nokkrir ofnanna eru með reykbúnaði, þannig að bæði er hægt að reykja og elda í þeim. Athöfnin fer fram í anddyri MK.
Fastus mun endurnýja ofnana á 4ra ára fresti og sjá þannig til þess að nemendur skólans verði alltaf með nýjustu og bestu ofnana sem völ er á. Fastus mun einnig sjá alfarið um allt viðhald og kennslu á ofnana.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum