Íslandsmót barþjóna
Vertu virkur – Opið bréf til starfandi barþjóna á Íslandi
Kæri barþjónn, Barþjónaklúbbur Íslands langar til að fá þig til liðs við sig. Þér er boðið á kynningarfund mánudaginn 16. september á Lebowski bar á Laugavegi kl. 21.00. Starfsfólk Ölgerðarinnar verða á staðnum og munu þeir bjóða upp á drykki fyrir alla sem mæta á fundinn.
Breyttar reglur klúbbsins gera það að verkum að ef þú ert starfandi barþjónn á veitingastað á Íslandi getur þú gengið í klúbbinn og tekið virkan þátt í að efla kokteilamenningu landsins með þátttöku þinni.
Þú þarft ekki að vera lærður framreiðslumaður til að hafa þátttökurétt á Íslandsmeistaramóti barþjóna og átt möguleika á að keppa á næsta heimsmeistaramóti barþjóna í Suður-Afríku 2014 heldur eingöngu að vera skapandi, metnaðarfullur og faglegur barþjónn sem getur gert vinnustað sinn stoltan af framlægi þínu.
Kynnt verður vetrarstarf klúbbsins og fyrirhugaðar keppnir í blöndun ýmissa drykkja eins og afréttarakokteila, Toddýs eða kuldakokteila og margt fleira. Keppandi má nota heimatilbúin hráefni í þessháttar keppnir.
Til að vera með þarft þú að skrá þig í klúbbinn.
Einnig verður kynnt spennandi dagskrá í kringum Íslandsmeistaramótið og vinnustaðakeppnina í febrúar.
Fréttatilkynning frá bar.is
Mynd úr safni: Axel
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






