Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gunnar Karl nælir í Michelinstjörnu
Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður oft kenndur við veitingahúsið Dill, flutti í byrjun árs til New York til þess að opna nýnorræna veitingastaðinn Agern ásamt danska athafna- og sjónvarpsmanninum Claus Meyer.
Í gærkvöldi lak út listinn yfir þau veitingahús í New York sem hljóta eða viðhalda Michelinstjörnu en stjörnurnar eru ein æðsta viðurkenning sem veitingahúsi getur hlotnast. Það var vefsíðan Eater New York sem birti listann. Morgunblaðið er með nánari umfjöllun hér.
Sjá einnig: Matreiðslumaðurinn Gunnar Karl Gíslason leiðir nýnorrænan veitingastað Claus Meyer í New York
Nánar um Gunnar Karl Gíslason
Áður en Gunnar opnaði Dill starfaði hann sem yfirmatreiðslumaður á VOX í Reykjavík þar sem hann notaði auðkennandi íslenskt hráefni á matseðlinum og kynnti þar grundvallaratriði hins nýnorræna eldhúss. Hann starfaði einnig í Kaupmannahöfn í mörg ár á Saison þar sem hann var undir miklum áhrifum frá Erwin Lauterbach. Einnig starfaði Gunnar á veitingastöðunum Kommandanten og Ensemble sem báðir hafa fengið tvær Michelin-stjörnur.
Árið 2012 gekk Gunnar til liðs við eigendur Kex Hostel og hefur starfað þar sem yfirkokkur veitingastaðnum Sæmundur í sparifötunum. Árið 2013 flutti hann Dill í miðborg Reykjavíkur og opnaði veitingastaðinn að Hverfisgötu 12 og síðan Mikkeller & Friends Reykjavík ásamt eigendum dönsku brugghúsanna Mikkeller og To Øl og eigendum Kex Hostel árið 2014. Veitingastjóri Sæmundar í sparifötunum, Ólafur Ágústsson, mun taka við stöðu Gunnars sem yfirkokkur á Sæmundi í sparifötunum og mun hafa yfirumsjón með Hverfisgötu 12 og Mikkeller & Friends Reykjavík.
Sjá einnig: Íslenska bókin North á lista yfir bestu matreiðslubækur á árinu 2014
Árið 2014 gaf Gunnar út verðlaunuðu matreiðslubókina „NORTH – The New Nordic Cuisine of Iceland“ ásamt Jody Eddy. Bókin er bæði uppskriftarbók sem og matreiðsluóður sem á sér enga hliðstæðu þegar kemur að umfjöllun um mat og menningu á Íslandi.
Nánar um Claus Meyer
Claus Meyer er heimsþekkur veitingahúsafrömuður og matreiðslubókahöfundur. Hann er meðeigandi og annar stofnenda veitingastaðarins Noma í Kaupmannahöfn sem er tveggja Michelin-stjörnu veitingastaður. Hann setti á fót hið Nýnorræna eldhús (e. the New Nordic Cuisine) og hefur gefið út fjórtán matreiðslubækur í Danmörku. Hann stýrði sjónvarpsþáttunum „Meyer‘s Kitchen“ á danska ríkissjónvarpinu frá 1991 til 1998 og á árunum 2007 til 2010 stýrði hann „New Scandinavian Cooking“ sem sýndir voru í yfir fimmtíu löndum. Meðal annarra fyrirtækja sem hann á hlut í eru margir veitingastaðir (Studio sem opnaður var í Kaupmannahöfn árið 2013 ásamt matreiðslumanninum Torsten Vildgaard og áskotnaðist Michelin-stjarna aðeins fjórum mánuðum eftir opnun), bakarí, veitingaþjónustur, ávaxta- og súkkulaðibyrgjafyrirtæki, aldingarð, edik-framleiðslu, laxareykingu, kaffiristun og rekur hann matreiðsluskóla fyrir börn og fullorðna.
Sjá einnig: Claus Meyer kom að undirbúningi að Smurstöðinni
Claus er dósent í Kaupmannahafnarháskóla á matreiðslusviði og einnig aðjunkt hjá stofnun fyrir samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hjá Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar. Hann hlaut heiðursnafnbót fyrir samfélagsleg áhrif hjá The Hass School of Business í Háskóla Kaliforníu í Berkeley.
Claus stofnaði og er aðalstyrktaraðili The Melting Pot Foundation sem rekur matreiðsluskóla í dönskum fangelsum. Árið 2013 opnaði hann veitingastaðinn Gustu í einum fátækasta hluta Suður Ameríku, La Paz Bolivia og mun fljótlega reka þrettán mötuneyti í fátækasta hluta El Alto-hverfisins. Gustu og mötuneytin munu einnig vinna sem menntastofnun í umsjá The Melting Pot Foundation.
Claus flutti nýverið til New York ásamt eiginkonu sinni, þremur dætrum og tveimur hundum í þeim tilgangi að opna matarmarkaðinn og veitingastaðinn sem rekinn er samkvæmt hinni Norrænu matreiðsluheimspeki og verður staðsettur í Vanderbilt Hall í Grand Central Terminal.
Tveir Íslenskir matreiðslumenn með Michelinstjörnu
Til gamans má geta að Gunnar er annar Íslenski matreiðslumaðurinn sem fær Michelinstjörnu en Agnar Sverrisson matreiðslumaður er með eina stjörnu á veitingastaðnum Texture í London.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur