Smári Valtýr Sæbjörnsson
Axel hættir á Apótekinu | Á leið til Bouchon Bakery í Kúveit?
![Bouchon Bakery](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/09/bouchon-bakery.jpg)
Bouchon Bakery
Thomas Keller er í fullum undirbúningi að opna fimm nýja veitingastaði og bakarí í Kúveit ( Kuwait )
Axel Þorsteinsson bakari & konditor hefur sagt upp starfinu sínu við Apotek restaurant, en hann hefur verið „pastry chef“ hjá veitingastaðnum frá því opnun í desember 2014.
Axel hætti á Apótekinu í lok júlí, en hann kemur til með að halda áfram að hanna eftirrétti fyrir staðinn og Apótekið fær að halda nafni Axels á eftirréttunum.
![Eftirréttur ársins 2015](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2015/10/eftirrettur-arsins-2015-4.jpg)
Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2015.
F.v. Denis Grbic (2. sæti), Axel Þorsteinsson (1. sæti) og Iðunn Sigurðardóttir (3. sæti)
Mynd: Garri heildverslun
Nú eru háværar raddir í gangi að þú sért að fara vinna á Bouchon Bakery hjá matreiðslumeistaranum Thomas Keller, er eitthvað til í því?
„Á þessu stigi get ég voðalega lítið sagt en það skýrist mjög fljótlega og þá sé ég til hvað ég geri.“
, sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is.
Nú um þessar mundir er Axel í Vestmannaeyjum hjá Orra Arnórs bakara að aðstoða hann við nýja bakaríið sem fjölskyldan Orra opnaði nýlega sem heitir Stofan Bakhús. Því næst fer Axel sem gesta konditor á Food & Fun í Turku í Finnlandi ásamt Orra Arnórs bakara, en hátíðin verður haldin dagana 5. til 9. október næstkomandi. Þar ætla þeir félagar að vera á Gaggui Kaffela sem sérhæfir sig í sérmöluðu kaffi og kökum.
Mynd af Bouchon Bakery: thomaskeller.com
Mynd af Orra: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný