Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson er vínþjónn ársins 2016
Keppnin vínþjónn ársins 2016 var haldin síðastliðinn sunnudag á Hilton Nordica. Það var til mikils að vinna en sigurvegarinn fer fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramót Vínþjóna í Argentínu sem haldið verður dagana 15. – 20. apríl næstkomandi.
Keppnin var æsispennandi að vanda, í undanúrslitum tókust keppendur á við skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á léttu og sterku áfengi ásamt framreiðslu á freyðivíni.
Það voru svo 3 keppendur sem kepptu til úrslita. Þeir Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, Ástþór Sigurvinsson og Peter Hansen.
Úrslitin voru svo öll á verklega sviðinu en þar þurftu þeir að fást við umhellingu, leiðréttingu á vínseðli, pörun á mat og víni ásamt munnlegu blindsmakki á fjórum vínum Og 6 sterkum drykkjum.
Það var svo Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson sem hlaut sigur úr býtum en þetta var í fysta sinn í 15 ár sem hann tekur þátt í vínþjónakeppni og hefur sannarlega engu gleymt.
Skrifað af Brandi Sigfússyni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita