Markaðurinn
Jólagleðin er gengin í garð hjá Hafinu fiskverslun
Okkar heimalagaði graflax er kominn í hilluna hjá okkur sem og graflaxsósan.
Við látum reykja fyrir okkur sérstaklega sérvalin laxaflök og lögum sósur sem eiga að henta vel með honum.
Stóri XXL Humarinn er á sínum stað og er algjörlega ómissandi yfir hátíðarnar.
Humarsúpa Hafsins sérlöguð af matreiðslumeistaranum okkar er á sínum stað.
Svo verðum við að sjálfsögðu með skötu og meðlæti með henni þegar líða fer að jólum.
Við verðum með smakk í öllum verslunum okkar fram að jólum þannig að komdu við hjá okkur, smakkaðu og sjáðu úrvalið með eigin augum.
Við erum með verslanir á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu:
-Hlíðasmára 8 / 201 Kópavogi
-Spönginni 13 / 112 Reykjavík
-Skipholti 70 / 105 Reykjavík
Við getum svo að sjálfsögðu útvegað allar þessar vörur og meira til fyrir veitingastaði og fyrirtæki stór og smá.
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni4 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Frétt2 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…