Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Aukinn hagnaður hjá Fabrikkunni

Birting:

þann

Fabrikkan

Nautafélagið ehf., sem heldur utan um rekstur Hamborgarafabrikkunnar, hagnaðist um 23 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um tæpar fimm milljónir króna milli ára. Hluthafar fá greiddan fimm milljóna króna arð á árinu. Í fyrra námu arðgreiðslurnar 27 milljónum króna.

Í nýbirtum ársreikningi félagsins kemur jafnframt fram að rekstrarhagnaður Fabrikkunnar, fyrir afskrift­ir, skatta og fjármagnsgjöld nam 57,5 milljónum króna samanborið við 42,3 milljónir króna árið áður.

Eigandi félagsins er einkahlutafélagið Flugkýr ehf., sem er í eigu nokkurra félaga; Immis ehf., sem er í eigu Sigmars Vilhjálmssonar, Hinir ehf., sem er í eigu Jóhannesar Ásbjörnssonar, Leitis eignarhaldsfélag, sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, eða Skúla í Subway, og Smart ráðgjafar, sem er í eigu Snorra Marteinssonar, framkvæmdastjóra Fabrikkunar.

Sigmar og Jóhannes fara með sitthvorn 35 prósenta hlutinn, Skúli fer með 25 prósenta hlut og Snorri með fimm prósenta hlut.

Þeir munu þar að auki greiða sér 12 milljóna króna arð úr félaginu Flugkýr ehf.

Í ársreikningi Hamborgarafabrikkunnar segir að búist sé við að afkoma félagsins verði með svipuðu móti á þessu ári og undanfarin ár en rekstur félagsins fer nú fram á þremur stöðum.

Auglýsingapláss

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins rúmum 196 milljónum króna en námu 133 milljónum króna árið áður. Skuldir námu 138 milljónum króna og var bókfært eigið fé í árslok því tæpar 58 milljónir króna.

 

Mynd: Sverrir

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið