Sverrir Halldórsson
Nýjar höfuðstöðvar Garra hafa verið fjármagnaðar
Fjárfestingafélag atvinnulífsins og Garri ehf. hafa undirritað fjármögnunarsamning að fjárhæð 1,8 milljarða kr. vegna byggingar nýrra höfuðstöðva Garra ehf. að Hádegismóum 1-3. Fjárfestingafélag atvinnulífsins er fjármagnað af lífeyrissjóðum en ALM Verðbréf hf er rekstraraðili félagsins.
Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar verði um það bil 8.300 fm að stærð. Framkvæmdir eru þegar hafnar en gert er ráð fyrir að verklok verði i byrjun árs 2017, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Sigurður Kristinn Egilsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingafélags Atvinnulífsins segir í tilkynningu um málið að ánægjulegt sé að Fjárfestingafélag atvinnulífsins komi að fjármögnun nýrra höfuðstöðva Garra. Hann segir Garra vera fjárhagslega sterkt félag, sem endurspeglist í sterku lánshæfismati sem sé með því hæsta sem sjáist hjá meðalstóru íslensku fyrirtæki. Því sé ánægjulegt að geta boðið samkeppnishæf kjör í fjármögnun fyrir jafn öflugt félag og Garra ehf.
Greint frá á vidskiptabladid.is
Mynd: úr safni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






