Frétt
Tap hjá Mosfellsbakaríi
Þrátt fyrir tap hjá Mosfellsbakaríi á síðasta ári var afkoman talsvert betri en ári fyrr.
Mosfellsbakarí ehf. tapaði 1,7 milljónum króna á síðasta ári. Afkoman var aftur á móti töluvert betri en ári fyrr þegar fyrirtækið tapaði 5,2 milljónum króna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Rekstrarhagnaður Mosfellsbakarís fyrir afskriftir nam 11,3 milljónum króna. Aftur á móti námu afskriftirnar 11,5 milljónum króna og skilaði fyrirtækið því rekstrartapi sem nam tæplega 200 þúsund krónum.
Eignir félagsins námu 116 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 101 milljón króna. Eigið fé fyrirtækisins nam því 15 milljónum króna í árslok.
Félagið Flugnet á nær allt hlutafé í Mosfellsbakaríi eða 99%.
Greint frá á vb.is.
Mynd: mosfellsbakari.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






