Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

„Konditori“ tekið út úr merkingum

Birting:

þann

Bakarí - Bakari - Brauð

Reynir Þorleifsson sem starfrækir bakarí undir nafninu Reynir bakari, segist nú vinna að því að breyta merkingum fyrirtækisins, eftir að áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði að fyrirtækinu væri óheimilt að nota heitið „Konditori“ í markaðssetningu.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Reynir að Landssamband bakarameistara hafi viljað fá úr því skorið að bakarameisturum væri leyfilegt að nota heitið.

Á fundi sambandssins var samþykkt samhljóða að fara þessa leið, að fá áfrýjunarnefnd neytendamála til að úrskurða um þetta. Við vildum fá úr því skorið því við teljum okkur hafa verið að læra bæði brauð- og kökugerð í þessi fjögur ár hér á landi,

segir Reynir í samtali við Morgunblaðið í dag og bætir við að í náminu sé próf í kökugerð, ekki síður en í brauðgerð.

Við vorum einnig búnir að fá staðfest frá ráðuneytinu á því að við hefðum vissulega lært brauð- og kökugerð og værum með löggildingu þar af lútandi

Mun ekki áfrýja úrskurðinum

Reynir tekur fram í samtali við Morgunblaðið að hann muni ekki reyna að áfrýja úrskurði nefndarinnar.

Af minni hálfur er þetta mál búið en ég get ekki talað fyrir hönd allra bakara. Bæði nemar og lærðir bakararmeistarar hljóta að vilja fá að vita nákvæmlega hvað þeir voru að læra.

Að lokum segir hann að notkun heitisins hafi ekki verið honum mikið kappsmál.

Frá mínum bæjardyrum séð var þetta aldrei neitt stórmál. Þeim sem hannaði merki fyrirtækisins fannst sniðugt að hafa þetta heiti þar áletrað. Ég hafði svosem enga skoðun á því enda hélt ég að ég væri ekki að meiða nokkurn mann

Hann segir að næst á dagskrá sé að breyta merki fyrirtækisins.

Þá er málið bara dautt. Það er ekkert öðruvísi

 

Mynd: úr safni

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið