Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fyrsti Dunkin´ Donuts opnar á morgun | Fyrstu 50 viðskiptavinir fá fría kleinuhringi í heilt ár
Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan 9:00 á morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Mikið stendur til en staðurinn er sá fyrsti í röðinni af alls sextán stöðum sem verða opnaðir á næstu fimm árum hér á landi. Mikill spenningur er fyrir komu Dunkin´ Donuts hingað til lands og er búist við að fjöldi manns verði við opnunina, en fyrstu 50 viðskiptavinir sem mæta í röðina fá klippikort sem færir þeim kassa með 6 kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár.
Til fróðleiks um Dunkin’ Donuts
Dunkin’ Donuts var stofnað árið 1950 og hefur síðan þá verið einn af uppáhalds stöðum Bandaríkjamanna til að næla sér í hágæða kaffi og bakkelsi. Fyrirtækið er leiðandi á markaði í heitum og köldum kaffidrykkjum, kleinuhringjum, beyglum og möffins og hefur níu ár í röð náð fyrsta sæti í flokki kaffifyrirtækja hjá Brand Keys þegar kemur að hollustu við viðskiptavini sína. Veitingastaðir Dunkin´ Donuts eru í dag 11.300 talsins í 36 löndum víða um heim. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Canton, Massachusetts og er Dunkin’ Donuts hluti af Dunkin’ Brands Group, Inc.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana