Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Svona lítur mat-, og vínseðillinn út hjá nýjum veitingastað Ostabúðarinnar
Ostabúðin restaurant er staðsettur við hliðina á Ostabúðinni við Skólavörðustíg 8, opnaði formlega fyrir tveimur vikum síðan og hefur verið mjög gott að gera.
Allt frá árinu 2000 hafa matgæðingar og sælkerar laumað sér inn á neðri hæðina hjá okkur í hádeginu til að gæða sér á ýmsum kræsingum.
Eins gaman og við höfum haft af röðinni sem hefur myndast hjá okkur í hádeginu þessi 15 ár þá höfum við loksins, loksins stækkað við okkur. Þannig að nú getið þið komið kvölds og morgna og valið úr kjöt- og fiskréttum sem við höfum vandað okkur sérstaklega við að þróa og auðvitað ostum, við eigum nóg af þeim. Jú, og vel á minnst, það er hægt að fá vín með matnum.
Verði ykkur að góðu, Jói.
Skrifar eigandi beggja staða hann Jóhann Jónsson matreiðslumaður sem sérstök skilaboð á matseðlana.
Ostabúðin hefur ávallt boðið upp á gott úrval af ferskum og óvenjulegum varningi sem hefur kitlað bragðlauka og örvað munnvatnsframleiðslu til muna í miðborginni og það er engin undantekning hjá nýjum veitingastað Ostabúðarinnar eins og sjá má á meðfylgjandi mat og vínseðlum:
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?








