Smári Valtýr Sæbjörnsson
Neytendastofa sektar bakarí
Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu sektað þrjú fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga.
Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða ástand verðmerkinga í miklum fjölda bakaría annars vegar í febrúar og hins vegar í apríl 2015. Í seinni eftirlitsferð Neytendastofu hafði ástand verðmerkinga batnað umtalsvert.
Nokkur bakarí höfðu þó ekki sinnt tilmælum Neytendastofu með fullnægjandi hætti og lagði Neytendastofa því stjórnvaldssektir á fyrirtækin. Þau fyrirtæki sem um ræðir eru Sveinsbakarí, Fjarðarbakarí, og Bakarameistarinn vegna verslana í Glæsibæ, Húsgagnahöllinni og Suðurveri, að því er fram kemur á vef Neytendastofu.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill