Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Neytendastofa sektar bakarí

Birting:

þann

Baguettes - Brauð

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu sektað þrjú fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga.

Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða ástand verðmerkinga í miklum fjölda bakaría annars vegar í febrúar og hins vegar í apríl 2015. Í seinni eftirlitsferð Neytendastofu hafði ástand verðmerkinga batnað umtalsvert.

Nokkur bakarí höfðu þó ekki sinnt tilmælum Neytendastofu með fullnægjandi hætti og lagði Neytendastofa því stjórnvaldssektir á fyrirtækin. Þau fyrirtæki sem um ræðir eru Sveinsbakarí, Fjarðarbakarí, og Bakarameistarinn vegna verslana í Glæsibæ, Húsgagnahöllinni og Suðurveri, að því er fram kemur á vef Neytendastofu.

 

Mynd: úr safni

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið