Keppni
Atli Erlendsson er Matreiðslumaður ársins 2015
Í dag fór fram úrslitakeppnin um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 í Hörpunni, en keppnin hófst í morgun klukkan 08:00 og lauk í dag klukkan 16:00.
Það var Atli Erlendsson starfandi matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu sem hreppti 1. sætið og í öðru sæti var Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður á Vodafone.
Keppnin var með nýju sniði í ár þar sem faglærðir matreiðslumenn byrjuðu á því að senda í keppnina uppskrift ásamt mynd af réttinum. Tuttugu matreiðslumenn skiluðu inn uppskriftum og komust tíu matreiðslumenn áfram í forkeppnina sem haldin var á Kolabrautinni 23. febrúar s.l.
Af þeim tíu í forkeppninni komust fjórir í úrslitakeppnina en það voru þeir Atli Erlendsson á Grillinu, Axel Clausen á Fiskmarkaðinum, Kristófer Hamilton Lord á Lava Bláa Lóninu og Steinn Óskar Sigurðsson á Vodafone sem lauk með sigri Atla Erlendssonar.
Innilega til hamingju.
Fleira tengt efni –> Matreiðslumaður ársins.
Mynd: Örn Svarfdal

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni