Keppni
Atli Erlendsson er Matreiðslumaður ársins 2015
Í dag fór fram úrslitakeppnin um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 í Hörpunni, en keppnin hófst í morgun klukkan 08:00 og lauk í dag klukkan 16:00.
Það var Atli Erlendsson starfandi matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu sem hreppti 1. sætið og í öðru sæti var Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður á Vodafone.
Keppnin var með nýju sniði í ár þar sem faglærðir matreiðslumenn byrjuðu á því að senda í keppnina uppskrift ásamt mynd af réttinum. Tuttugu matreiðslumenn skiluðu inn uppskriftum og komust tíu matreiðslumenn áfram í forkeppnina sem haldin var á Kolabrautinni 23. febrúar s.l.
Af þeim tíu í forkeppninni komust fjórir í úrslitakeppnina en það voru þeir Atli Erlendsson á Grillinu, Axel Clausen á Fiskmarkaðinum, Kristófer Hamilton Lord á Lava Bláa Lóninu og Steinn Óskar Sigurðsson á Vodafone sem lauk með sigri Atla Erlendssonar.
Innilega til hamingju.
Fleira tengt efni –> Matreiðslumaður ársins.
Mynd: Örn Svarfdal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla