Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr matseðill á Slippnum í Vestmannaeyjum – Girnileg uppskrift af skyr og hundasúrukrapi
Sumarveitingastaður Slippurinn við höfnina í Vestmannaeyjum þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson og systir hans Indiana Auðunsdóttir ásamt fjölskyldu þeirra standa að baki, voru að byrja með nýjan matseðil.
Hvaða réttir eru nýir?
Í fyrsta lagi breyttum við nokkrum réttum lítillega. Við setjum núna inn árstíðarbundið hráefni á seðillinn – villtur kerfill, blóðbergið og jarðarberin eru falleg núna þannig það kemur inn. Blómkálið er að koma rosa flott frá Flúðum.Við tökum inn fisk í deigi, sem er eiginlega eins og fiskur í Orly nema deigið er lagað með bjórnum ÚLF frá Borg Brugghúsi og borinn fram með alveg frábærri tartar sósu. Mjög einfalt og gott.
Síðan tökum við líka inn Nauta Rib eye steik á seðillinn. Enda vilja sjómennirnir hér á eyjunni fá sína Nautasteik. Við tókum þetta alla leið og fjárfestum í BIG GREEN EGG kolagrilli. Því ætti enginn að vera svikinn.
Hvaða réttir frá gamla seðlinum verða áfram og hvaða réttir detta út?
Það eru flestir réttirnir sem halda sér. Nema um nokkrar lítillegar breytingar. Við vorum mjög sátt við hann. Saltfiskurinn okkar dettur út af þeirri einföldu ástæðu að magnið sem við löguðum af saltfisk í vetur er búið! Við gerum það sama með saltfiskinn eins og annað á matseðlinum okkar, við gerum hlutina alveg frá grunni svo það var ekki annað í stöðunni en að taka saltfiskinn af matseðli.
Gísli gefur hér upp girnilega uppskrift af skyr og hundasúrukrapi með stökkum súrum og höfrum.
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt10 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur