Smári Valtýr Sæbjörnsson
Primo lokar
Ítalski veitingastaðurinn við Grensásveg, Primo lokaði fyrir fullt og allt á mánudaginn s.l. Staðurinn opnaði fyrir ári síðan og var einstaklega vel heppnaður staður, nútímalegur og töff en jafnframt hlýr og notalegur. Primo bauð upp á sérlega vel vandaðar og góðar eldbakaðar pizzur, ítalska rétti sem lagaðir voru frá grunni og má með sanni segja að borða á Primo var ekta ítölsk matarupplifun.
En hvers vegna að loka veitingastað sem hafði allt upp á að bjóða sem góður veitingastaður?
það er einföld skýring, of dýr fjárfesting og konseptið gekk ekki upp þarna, hefði eflaust gengið upp með einfaldara konsept á þessari staðsetningu
, sagði eigandi af Primo Haukur Víðisson matreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is.
Mynd: Sverrir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði