Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kaffibarþjónafélag Íslands lagt niður
Þriðjudaginn 13.október síðastliðinn hélt fráfarandi stjórn síðasta fund sinn með meðlimum sínum. Fundurinn var haldinn með því takmarki að mynda nýja stjórn en sú sem kveður hefur verið í dvala síðan í maí en skv. reglum félagsins eiga stjórnaskipti sér stað á aðalfundi í maí mánuði.
Í tilkynningu segir að fyrir utan stjórnarmeðlimi mætti einn meðlimur Kaffibarþjónafélagsins. Fyrir fundinn fengu stjórnarmeðlimir að vita af einu framboði en til að mynda stjórn þarf fimm manns. Ekki bárust inn fleiri framboð og Kaffibarþjónafélagið er því sjálfkrafa lagt niður.
Við hörmum að örlög KBFÍ skuli verða þessi en þróunin hefur átt sér aðdraganda síðan kom í ljós að kaffibarþjónakeppnirnar yrðu lagðar af sökum þátttökuleysis. Okkur hefur ekki tekist að rétta úr þessari hnígandi og því fer sem fer.
Þetta þýðir einnig að Íslandi vantar aðila sem ber ábyrgð á keppnishaldi gagnvart World Coffee Events (WCE) en við höfum verið heppin að hér hefur verið starfrækt hlutlaust félag sem starfar fyrst og fremst fyrir hagsmunum kaffibarþjóna. Það er auðvitað mögulegt að stofna nýtt félag sem starfar í sama anda og KBFÍ og vonandi verður það gert.
Við þökkum fyrir samveruna með ykkur sem hafið tekið þátt í starfinu eða stutt við bakið á okkur. Einnig vonum við að endastöðin sé ekki hér. Nú er tækifærið að hugsa þetta félag upp á nýtt og byrja með autt blað.
Fyrir hönd fyrrverandi stjórnar KBFÍ,
Tumi Ferrer
Fráfarandi formaður mun á næstu dögum láta firmaskrá vita formlega og heimasíðan verður brátt tekin niður.
/Smári
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024