Vertu memm

Frétt

Ungkokkar Íslands fjölmenntu á ískynningu

Birting:

þann

Ungkokkar Íslands á ískynningu hjá Ísam Horeca

Í gær fjölmenntu Ungkokkar ásamt Ingvari Má Helgasyni frá Klúbbi Matreiðslumeistara á ískynningu hjá Ísam Horeca.

Eggert Jónsson bakari og konditor ásamt Hjálmari Erni Erlingssyni matreiðslumanni kynntu og löguðu 10 tegundir af ís, en Ísam eru nýkomnir með umboð fyrir ísvörur frá Fabbri sem er elsta og eitt virtasta ísfyrirtæki á Ítalíu sem heldur upp á 110 ára afmæli sitt á næsta ári.

Til gamans má geta að Eggert Jónsson, Hjálmar Örn Erlingsson og Atli Edgarsson fóru fyrr á árinu til Bolognia einmitt til Fabbri að læra ísgerð, en hægt er að lesa nánar um þetta virta fyrirtæki með því að smella hér.

 

Einnig bakaði Eggert súrdeigs focaccia brauð sem sem var smakkað á ásamt úrvali af Sacla pestói og olíum.

Bragi er matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Bragi hefur starfað meðal annars á Radisson Blu 1919 hótel, Brasserie Blanc í Englandi. Hægt er að hafa samband við Braga á netfangið [email protected] .... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið