Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bernhöftsbakarí 180 ára í dag
Í dag fagnar Bernhöftsbakarí 180 ára afmæli en reksturinn hófst 25. september árið 1834.
Hér að neðan er stutt ágrip úr sögu Bernhöftsbakarís:
Peter Cristian Knudtson kaupmaður hafði veg og vanda að stofnun Bernhöftsbakarís með byggingu húsa í Torfunni svo kölluðu, en eitt af þeim var með bakaraofn. Hús þessi voru tilbúin árið 1834 og þá fékk hann erlendan bakarameistara að nafni Tönnies Daniel Bernhöft til að sjá um rekstur bakarísins. Berhöft þessi var þýskur og fæddur í Nuestadt í Holtsetalandi, 10. júlí 1797. Hann kom hingað til lands ásamt konu sinni og syni um miðjan september 1834. Einnig var í för með Bernhöft, bakarasveinn að nafni Johan Ernst Wilhelm Heilmann, þá 25 ára gamall, og starfaði hann óslitið hjá Bernhöft uns hann dó 22. apríl 1870.
Hófst rekstur brauðgerðarinnar 25. september 1834 og lengi framan af var ekkert bakað nema rúgbrauð, sigtibrauð, franskbrauð, súrbrauð og landbrauð. Einnig voru bökuð rúnnstykki eftir pöntun sem og bakað var hart brauð, skonrog, tvíbökur og kringlur. Af sætabrauði var framan af ekkert bakað nema þá hunangskökur og þurrar kökur, svonefndar tveggja aura kökur. Í kringum 1840 var fyrst farið að baka vínarbrauð og bollur. Vöruúrvalið í bakaríinu jókst jafnt og þétt og varð fjölbreyttara eftir því er nær dróg aldamótunum 1900.
Sögu Bernhöftsbakarís er hægt að lesa með því að smella hér.
Galdurinn á bakvið aldurinn er að setja viðskiptavininn alltaf í forgrunn og kappkosta að bjóða ávallt að bjóða uppá gæðavöru. Það þarf líka að fylgjast mjög vel með nýjungum og því sem er að gerast í kringum okkur til að við stöðnum ekki.
, sagði Sigurður Már Guðjónsson bakara-, og konditormeistari og eigandi Bernhöftsbakarís í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hver er galdurinn á bak við langlífi á bakaríinu, en hann býður rjómatertu fyrir gesti og gangandi í tilefni afmælisins í dag.
Myndir: bernhoftsbakari.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10