Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Bernhöftsbakarí kaupir Björnsbakarí við Skúlagötu

Birting:

þann

Björnsbakarí

Björnsbakarí

Bernhöftsbakarí hefur staðið í málaferli við eigendur hússins sem bakaríið er staðsett á jarðhæð Bergstaðastrætis 13 og niðurstaða Hæstaréttar í júní s.l. að Bernhöftsbakarí skal borið út úr Bergstaðastræti 13.

“Eftir að fyrra útburðarmálinu lauk 17. desember 2012 tóku við langar og strangar samningaviðræður um húsnæðið. Þær enduðu með því að skrifað var undir bindandi kauptilboð hinn 26. febrúar 2013. Seljandinn setti ýmsa fyrirvara meðal annars um breytingar á húsnæðinu sem hann hefur ekki enn lokið við. Hann setti líka í samninginn hvaða leigu við ættum að borga og hefur hún alltaf verið skilmerkilega greidd.

Töldum við að þessu máli væri lokið með undirskrift kauptilboðsins. Þetta kom því okkur alveg í opna skjöldu að þeir ætluðu ekki að efna við okkur samninginn.”

sagði Sigurður Már Guðjónsson, eigandi og bakarameistari Bernhöftsbakarí í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um málið.

Sigurður Már gekk frá kaupum á Björnsbakarí við Skúlagötu og húsnæði þess nú á dögunum og er nú þegar hafinn undirbúningur að flytja Bernhöftsbakarí.  Ekki fæst uppgefið verðmiðinn á Björnsbakaríinu.

Björnsbakarí á Skúlagötu hefur verið til sölu í rúmlega ár og hafa fjölmargir aðilar sýnt bakaríinu áhuga, en kaup á bakaríinu hefur aldrei gengið upp og nú s.l. tvo mánuði hefur Björnsbakarí verið lokað.

 

Mynd: Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið