Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr vefur: Freisting.is breytist í veitingageirinn.is
Nýr vefur freisting.is er nú kominn í loftið eftir mikla vinnu síðustu vikur og eins og sjá má er töluverð breyting frá eldri vef freisting.is. Hér að neðan listum við upp það helsta sem finna má á nýja vefnum, en fyrst skulum við skoða hvers vegna við breyttum léninu í veitinageirinn.is
Í rúmlega 15 ár hefur freisting.is fjallað ítarlega um veitingageirann og fannst okkur því tilvalið að nota lénið veitingageirinn.is, enda heitið á léninu meira lýsandi fyrir starfsemi vefsins og ætti ekki að fara framhjá nýjum notendum út á hvað vefurinn gengur.
Allir áframsendast sjálfkrafa inn á veitingageirinn.is
Þeir sem eru vanir að fara inn á freisting.is geta haldið því áfram, því að allir notendur/lesendur sem fara inn á freisting.is munu frá og með í dag áframsendast sjálfkrafa inn á veitingageirinn.is.
Fjölbreyttari umfjöllun
Með nýja vefnum auðveldum við lesendum að koma sínu efni á framfæri eftir ýmsum leiðum. Frá upphafi hefur freisting.is aðalega fókuserað á veitingageirann í heild sinni. Einn liður hér á veitingageirinn.is er íslensk matarblogg þar sem áhugafólk bloggar um mat og eru fjölmargar hugmyndir og áhugaverðar greinar sem birtast á bloggsíðum þeirra listaðar upp fyrir miðju á forsíðu veitingageirinn.is.
Engar áhyggjur, allt efni á gamla Freisting.is vefnum er enn til staðar
Allt efni á freisting.is verður aðgengilegt hér neðst á forsíðu veitingageirinn.is fljótlega og þar verður hægt að nálgast allar fréttir, greinar og fleira með því að nota leitarvélina þar.
Mest lesnu fréttirnar
Nú er hægt að fylgjast með mest lesnu fréttunum efst til hægri á forsíðunni.
Hvað er framundan? Sendið inn viðburð!!
Viðburðardagatalið er enn á sínum stað og hvetjum við alla til að vekja athygli á sínum viðburðum með því að senda inn skráningu á einfaldan hátt.
Lesendur senda inn efni
Hægt er að senda inn ábendingar og annað efni á einfaldan hátt og er búið að lista upp upplýsingar/spurningar til að auðvelda lesendum að koma á framfæri því sem þarf að koma fram í fréttaflutningi, en þar má nefna: Nýr starfsmaður, Nýtt fyrirtæki, Nýr matseðill/vínseðill, Örfréttir og er þetta einungis brot að því fjölbreytta efni sem hægt er að senda inn.
Veitingageirinn.is á samfélagsmiðlum – #veitingageirinn
Veitingageirinn.is hefur verið að koma sér fyrir á samfélagsmiðlum hægt og rólega og er núna á twitter, Instagram, facebook og youtube. Hér að neðan eru listaðar upp nánari upplýsingar um hvern samfélagsvef sem veitingageirinn.is er á:
Youtube
Youtube rás veitingageirans er aðgengileg hægra megin fyrir miðju á forsíðunni þar sem nýjustu myndböndin eru birt og er hægt að horfa á þau á einfaldan hátt með því að smella á viðkomandi myndband.
Twitter: #veitingageirinn
Þrjár útgáfur af twitter eru í gangi á á veitingageirinn.is, twitter veitingageirans þar sem allt efni frá veitingageirinn.is birtist, þá geta notendur taggað #veitingageirinn og svo twitter sem sýnir tíst frá sérútbúnum lista með tísti frá íslenskum fagmönnum.
Facebook grúppa veitingageirans
Banner á fb-grúppu veitingageirans er fyrir miðju á forsíðunni sem einungis fagmenn hafa aðgang að.
Facebook – tæp 17 þúsund „like“ á facebook:
Facebook síðurnar, þá bæði frá veitingageirinn.is og uppskrifavefnum eru aðgengilegar á forsíðunni og í dag eru samtals tæp 17 þúsund „like“ á báðum samfélagsmiðlunum.
Instagram: #veitingageirinn
Instagram myndir frá lesendum Veitingageirans með hashtag #veitingageirinn birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni. Athugið að myndir birtast ekki á listanum ef Instagram er stillt á „private“!
Skoðanakönnun
Öflugt skoðanakerfi er listað upp ofarlega til hægri á forsíðunni og alla kannanir sem birst hafa á forsíðunni verða aðgengilega í gagnagrunni hér.
Félagsstarfið
Fréttir og annað efni frá heimasíðum fagfélaga tengt veitingageiranum birtast á forsíðunni til hægri fyrir miðju á forsíðunni.
Tilboð, facebook leikir ofl.
Veitingahúsum, hótelum, bakaríum ofl. fyrirtækjum í veitingageiranum býðst nú að senda inn tilboð sem eru í gangi, Happy hour, facebook leiki ofl. sem verður listað upp fyrir miðju á forsíðunni án endurgjalds.
Þakkir til Tónaflóðs heimasíðugerðar
Við viljum þakka Tónaflóð heimasíðugerð fyrir alla þá vinnu sem lögð hefur verið í nýja vefinn og hvetjum alla velunnara freisting.is og nú veitingageirinn.is að kíkja á heimasíðu þeirra á vefslóðinni www.tonaflod.is
Það er von okkar að lesendur freisting.is hafi bæði gagn og gaman af þessari breytingu. Heyrumst 🙂
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame